Mörg líkin á vígvellinum

Punktar

Samtök verzlunar og iðnaðar og þjónustu æpa á samkomulag um IceSave. Nóg er komið, við þurfum frið til fjármögnunar og viðskipta frá útlöndum. Það er innihaldið í ákalli þeirra. Bjarni Benediktsson flokksformaður er alinn upp í þessu viðskipta-andrúmslofti. Hann hefur svarað kallinu og styður nú samkomulag um IceSave. Studdur af öllum þorra þingmanna flokksins, en ekki nema helmingi kjósenda hans. Smám saman munu þeir átta sig á, að Bjarni er greifinn og Davíð ekki. Flokkurinn hefur ætíð verið hollur greifa sínum. En bardaginn verður grimmur og mörg verða líkin skilin eftir á vígvellinum.