Í stjórnarandstöðu stunda vinstri grænir málþóf á Alþingi, en eru andvígir því í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn andvígur málþófi, en fylgjandi því í stjórnarandstöðu. Eini munurinn er, að Flokkurinn sýnir áður óþekkta hugkvæmni í málþófi. Stundar það í málum, sem hann er sammála til að tefja fyrirtöku síðari mála, sem hann er andvígur. Stundar líka andsvör við eigin málþófi. Þannig hefur Flokkurinn náð morfískum lægðum í málþófi. Mér finnst fara þingmönnum hans vel að vera í málþófi. Þeir lifna við eftir áratuga drunga. Bráðum hoppa þeir á borðum og stólum Alþingis.