Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerði mistök, þegar hún tók hugmynd Halldórs Ásgrímssonar um Öryggisráðið upp á sína arma. Davíð Oddsson var aldrei spenntur fyrir því, þegar hann var utanríkis. Ingibjörg hefur hins vegar gengið berserksgang í málinu. Svo mjög, að ráðuneyti hennar var vanbúið að gæta hagsmuna okkar í hruninu. Sendiherrarnir í Bretlandi og Danmörku vissu ekki, hvað þeir áttu að gera og hefðu ekki kunnað það. Mjög ólíkt því, sem var í þorskastríðinu, þegar spunakarlar okkar gengu berserksgang. Þetta var alltaf mont og prump, en varð fyrir rest að skrípó fyrirlitinnar þjóðar.