Leirfokið frá Hálslóni er farið að segja til sín. Milli hæstu og lægstu stöðu lónsins er breitt belti, þar sem mold og leir og sandur fýkur. Er einkenni miðlunarlóna með breytilegri vatnshæð. Slík lón eru engar perlur, heldur verulegir skaðvaldar í náttúrunni. Kornin leggjast ofan á gróður á tugkílómetra svæði og kaffæra hann. Þannig nær landeyðingin langt út frá rofbeltinu umhverfis lónið. Á fáum árum verður þetta að miklum vanda. Ekki bara á heiðum, heldur einnig niðri á Héraði. Austfirðingar eru ekki búnir að bíta úr nálinni. Óskabarn þeirra á eftir að verða þeim dýrasta spaugið.