Mogginn er málpípa spunakarla
Mbl.is notar orð löggunnar um táragas eða piparúða. Kallar það varnarúða, eins og löggan sé á flótta undan ofbeldi. Síðasta dæmið er frá Króknum. Þar handtók löggan tvo ofbeldismenn og beitti piparúða í sókninni. Hlægilegt er að nota orðið varnarúða um slíkar aðgerðir. Orðið er samið af spunakörlum á vegum löggunnar. Þeim þykir orðið mildara en táragas eða piparúði. Gerir lítið úr vopnabúri löggunnar. Löggan vill ekki heldur nota orðið rafbyssa yfir annað sóknartæki. Þótt það sé bein þýðing á bandarísku heiti vopnsins. Fjölmiðlar eiga als ekki að lepja orðhengla eftir spunakarla löggunnar.