Moggi – Sími – Skjár

Punktar

Mogginn, Síminn og Skjárinn hafa byrjað samstarf um vikublað fyrir ungt fólk. Það heitir Málið og á að fylgja Mogganum á fimmtudögum og liggja frammi á ýmsum opinberum stöðum. Þetta er í samræmi við spár um aukið samstarf fjölmiðla, sem eru utan við 365 fjölmiðlapakkann. Gera má ráð fyrir, að fyrr en síðar komi Blaðið að þessu samstarfi, því að þar er pláss fyrir ókeypis dagblað. Um síðir verður til fjölmiðlapakki, sem í daglegu tali verður kenndur við kolkrabbann eins og hinn pakkinn er kenndur við Baug. 365 er einmitt er að koma út tímaritinu Sirkus og skyldri fjölmiðlun fyrir ungt fólk.