Moggi ritskoðar ekki

Punktar

Japanskur prestur skrifar stundum blaðagreinar, sem mér finnst sumar endurspegla rætur hans í þjóðfélagi, þar sem félagslegur rétttrúnaður og samheldni skipta meira máli en vestrænt lýðræði og flokkadrættir. Hann hefur til dæmis gagnrýnt Morgunblaðið fyrir að ritskoða ekki greinar, sem rugga báti þess félagslega rétttrúnaðar, að ekki megi blaka við íslam. Það er hins vegar hluti af eðli Vesturlanda, að menn hljóta að gagnrýna trú og gera grín að trú, sem sífellt birtist okkur sem ofsi og ofbeldi. Presturinn skilur ekki vesturlönd frekar en veitingamaðurinn.