Margir hafa gagnrýnt mbl.is fyrir að loka á athugasemdir við frétt um Ólaf Örn Klemensson. Fáir þeirra hafa efnt hótun um að fara með blogg sitt annað. Nógir eru aðrir staðir og flestir ókeypis. Af hverju fer fólk þá ekki bara annað? Það stafar af, að það vill ekki blogga í einrúmi, þar sem enginn les. Það nennir ekki að byggja upp hóp lesenda. Fólk er latt og vill fá allt upp í hendurnar. Það vill nýta sér frægð Moggans og gera þar athugasemdir við fréttir, sem sjást. Mogganum ber hins vegar engin skylda til að útvega fólki slíkan vettvang. Ritstjórum mbl.is ber að ritskoða efni, sem Moggi ábyrgist.