Mjólk fyrir bein og hjarta

Punktar

Enn ein rannsóknin hefur staðfest, að hollt sé að drekka mjólk eða borða skyldar vörur, svo sem súrmjólk, AB-mjólk eða jógúrt, sem hafa mikið kalk. Samkvæmt viðamikilli rannsókn á vegum National Academy of Sciences í Bandaríkjunum styrkir kalkið í mjólkinni ekki bara beinin, heldur dregur einnig úr hættu á hjartasjúkdómum. Það lækkar blóðþrýsting og bætir hlutfall góðs og vonds kólesteróls. Hafa ber í huga, að í þessum rannsóknum er ekki miðað við hefðbundnar og fituríkar mjólkurvörur eins og við þekkjum þær frá gamalli tíð, heldur afurðir á borð við léttmjólk og létta AB-mjólk, sem lengi hafa verið staðalvörur í útlöndum. Jane E. Brody skrifar um þetta í New York Times.