Ég má hafa útblásið egó, af því að ég er ekki í liði. Þarf ekki að vera stjórntækur. Staðan væri önnur, ef ég væri í liði. Væri til dæmis partur af lýðræðislega kjörinni ritstjórn. Þar þyrfti að vera meirihluti um stjórn mála. Væri keppikefli að vera í meirihluta og hafa þar með meiri áhrif en ella. Gæti kannski haft 20% áhrif, væri ég í meirihluta. Bara 5% áhrif, væri ég í minnihluta. Afleiðingin væri sú, að ég mundi brjóta odd af oflæti mínu til að vera stjórntækur. Þrátt fyrir útblásið egó. En sumir hafa enn stærra egó. Þeir sætta sig ekki við neitt annað en að éta úr eigin samvizkupoka.