Hótel- og veitingarýni almennings á TripAdvisor veldur ólgu og hótunum um málaferli. Hótelgestir eru staðnir að því að heimta fríðindi og afslætti og hóta ella illu umtali á TripAdvisor. Hótelhaldarar eru staðnir að því að gefa fríðindi og afslætti fyrir gott umtal. Allt er misnotað og auðvitað þetta líka. Eins og venjulega þarf fólk að greina sauðina frá höfrunum. Venjulega leynir sér ekki, hvaða texti er skrifaður af annarlegum ástæðum. Notendur TripAdvisor þurfa að líta framhjá miklum skömmum og miklu lofi. Lesa frekar þá rýni, sem rökstyður kost og löst á hótelum og veitingastöðum.