Áhrifamikil var afhending tæplega 50.000 krafna um þjóðnýtingu auðlinda í einkaeigu. Ólíkt áhrifameira en hávaðinn á Austurvelli síðar um daginn. Ég tel víst, að ríkisstjórnin taki sig saman í andlitinu í auðlindamálunum. Aðgerðum í þágu heimilanna er hins vegar lokið. Of lengi hefur stjórnin tregðast við að vinda ofan af einkavæðingu HS Orku. Of lengi hefur verið frestað að vinda ofan af mistökum Jóns Bjarnasonar með skipun sáttanefndar hagsmunaaðila sjávarútvegs. Nú þarf að setja á fulla ferð í þjóðnýtingu auðlindanna. Tunnufólkið er hins vegar búið að syngja sitt síðasta vers.