Mislukkaður herra jarðar

Punktar

Samkvæmt Lovelock verða styrjaldir og fjöldamorð hlutskipti mannkyns næstu tvo áratugina. Ástand og hugarfar sé hið sama og það var árin 1938-1939. Þá vissu allir, að skelfing væri að ríða yfir, en höfðu engin ráð. Bandaríkin eru þegar farin að seilast eftir olíulindum heims, fyrst í Írak og næst í Íran. Fólk mun flæða yfir landamæri að leita sér að fæðu. Kannski er kominn tími til að loka Íslandi fyrir útlendingum. Kannski þurfum við líka að fara að grafa híbýli í jörð niður til að mæta ósköpunum. Allt stafar þetta af, að fólk er fífl. Það hefur ekki greind til að leika hlutverk herra jarðar.