Skilanefndirnar eru óhæfar. Þær tregðast við að veita upplýsingar. Pólitísku bankaráðin nýju eru óhæf. Þau vernda óhæfa bankastjóra siðlausa á gráum svæðum. Bankastjórarnir eru óhæfir. Þeir eru gamlir bankakrimmar, meðsekir í hruninu. Þannig er brunaliðið í nýju ríkisbönkunum allt meira eða minna mislukkað. Enda er það sama fólk og olli hruninu eða að minnsta kosti sams konar fólk. Ekkert af þessu fólki nýtur trausts almennings. Ekki frekar en Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á mislukkuðu starfi þessa fólks. Hún ber endanlega ábyrgð, á sem fyrst að segja af sér.