Stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael stafar sumpart frá sameiginlegum arfi í gamla testamentinu, sem er í meira uppáhaldi hjá kristnum ofsatrúarflokkum í Bandaríkjunum en hjá evrópskum kirkjum, sem hafa meiri mætur á nýja testamentinu. Gamla testamentið er gyðinglegt, en nýja testamentið er grískt. Margir Bandaríkjamenn skilgreina vestræna menningu sem judeo-kristna, meðan Evrópumenn skilgreina hana sem grísk-kristna. Pólitíkin fyrir vestan haf byggist á predikurum, er veifa eldi og brennisteini gamla testamentisins, sem ætti að banna fyrir yngri en 16 ára.