Misjöfn örlög Austur-Evrópu

Punktar

Stéttaskipting þjóða varð til í Austur-Evrópu eftir hrun kommúnismans. Annars vegar eru ríki, sem fóru að ráðum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hins vegar eru ríki, sem höfnuðu þeim. Ungverjaland, Slóvenía og Pólland urðu rík á að hafna ráðum sjóðsins. Tékkland fór illa út úr ráðgjöf sjóðsins og Rússland varð beinlínis gjaldþrota. Illt gengi Tékklands kom á óvart, því að það var iðnvætt ríki fyrir síðari heimsstyrjöldina og hafði sterka innviði. En það var svo óheppið að hafa hagfræðinga frá Chicago við völd og því fór sem fór. Það er dýrt að hafa sértrúarsöfnuð að leiðtoga lífsins.