Misjöfn bið eftir aðstæðum

Punktar

Í borginni hef ég gott ADSL samband og get opnað blogg án þess að þurfa að bíða. Í heiðinni hef ég ISDN upphringisamband, sem kalla má sæmilegt, þótt ég þurfi stundum að bíða eftir flóknum síðum. Utan slíkra sambanda þarf ég að notast við lélegt GPRS gemsasamband. Þá opna ég ekki síður með vídeó eða teikningum, svo sem Láru Hönnu og Henry Þór. Þá reyni ég líka að forðast fjölmiðlana, rúv, mbl, visir, dv. Þar er fullt af smákraðaki til að fjölga flettingum við hverja síðu. Gefur aukna notkunarmælingu, en tefur kúnnann. Þá dugar að skoða bara fyrstu málsgrein hverrar fréttar á Fretta.gattin.is.