Misgóðir frambjóðendur

Punktar

Pawel Bartoszek og Þorsteinn Víglundsson fara í framboð fyrir Viðreisn, því að þeir eru Evrópusinnar. Hluti af þeim fjölmenna hópi, sem skilinn var eftir úti í kuldanum, er Davíð dáleiddi Sjálfstæðisflokkinn í frægri landsfundarræðu. Pawel er vel metinn af hægri greindarlegum skrifum í fjölmiðlum. Þorsteinn er hins vegar þekktur sem grátkarl atvinnurekenda í kjaraviðræðum og einn af höfundum hins illræmda Salek-samkomulags. Pawel er happafengur fyrir Viðreisn, en Þorsteinn er hins vegar óþekkjanlegur frá helztu bófum Sjálfstæðisflokksins. Engu máli skiptir hvoru megin hryggjar hann lendir, en Pawel mun afla atkvæða.