Barry Goldwater hóf nýja hægrið árið 1966. Richard Nixon kom því til valda. Ronald Reagen kom því á hátind frægðarinnar. Newt Gingrich gerði það róttækt. Tom DeLay breytti því í skipulagða glæpastarfsemi. Og George W. Bush rústaði því árið 2008. Þannig lýsir George Packer í NewYorker.com risi og hnignun nýju hægri stefnunnar í Bandaríkjnunum. Hann segir, að framundan sé langt tímabil afturhvarfs. Þá verði félagsleg velferð og virðing fyrir náttúrunni hafin til aukinnar virðingar í Bandaríkjunum. Grein Packer er löng og fer víða í krufningu á bandarískum stjórnmálum síðustu áratuga.