Minn guð er sterkastur

Punktar

Fareed Zakaria segir í Washington Post, að bandarískir hershöfðingjar yrðu umsvifalaust reknir úr starfi, ef þeir gagnrýndu Ísrael eða trúarbrögðin þar í landi. Hins vegar hafi William G. Boykin hershöfðingi verið hækkaður í tign og gerður að yfirmanni í Pentagon, þótt hann hafi ítrekað gagnrýnt íslam og sýnt frumstæða fordóma gegn trúnni, líkt henni við djöfulinn og belgt sig út með fullyrðingum um, að “minn guð” sé “sterkari en guð þeirra”. Höfundurinn telur áhyggjuefni, að ummæli Boykin hafi ekki einu sinni verið fordæmd af yfirmönnum hans. Það sé bannað að lasta gyðingatrú, en lofsvert að lasta íslam.