Skipun John Bolton í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum er eins konar skipun minks til forustu í hænsnabúi. Bolton er einn af svörtustu íhaldsmönnum Bandaríkjanna. Hann segist hafa litið glaðastan dag ævi sinnar, þegar Bandaríkjastjórn hafnaði Alþjóðlega glæpadómstólnum. Hann stjórnaði fráhvarfi Bandaríkjanna frá afvopnunarsáttmála, efnavopnasáttmála og vopnasölubanni. Hann telur, að Bandaríkin eigi ekki að taka þátt í kostnaði Sameinuðu þjóðanna. Susan E. Rice segir í Washington Post frá Bolton, sem ekki mun leiða okkur til heimsfriðar.