Þegar ég kem seint í bæinn um helgar og nenni ekki að elda, fer ég stundum í Laugaás á horni Laugarásvegar og Sundlaugavegar vegna þægilegs verðlags, bílastæða og notalegs andrúmslofts, en einkum þó vegna fortíðarþrár. Laugaás var byltingin í veitingamennsku landsins fyrir aldarfjórðungi, þegar ég byrjaði að skrifa veitingarýni. … Í bæði skiptin var staðurinn þétt setinn klukkan sex að kvöldi og andrúmsloftið þrungið góðborgaralegri og látlausri hamingju. …