Mér finnst vanta her á Íslandi, þegar ég heyri minnst á flugumferðarstjóra. Þessi hópur milljón króna mánaðartekna tók við af mjólkurfræðingum sem verkfallsóðasta stéttin. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti gat lækkað rostann í bandarískum flugumferðarstjórum árið 1981. Hann rak bófana og lét herinn manna stöður þeirra í verkfalli. Við höfum því miður ekki her. Verðum því að sæta ítrekuðu ofbeldi flugumferðarstjóra. Yfirvinnubannið hefur slæm áhrif á ferðaþjónustu á viðkvæmum tíma. Ég flokka yfirvinnubannið sem landráð. Vil láta setja lög um ævarandi bann við verkföllum milljón króna græðgiskarla.