Fleiri en ein stofnun í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa komizt að svipuðum niðurstöðum um mannfall í Írak. Þær telja mannfallið frá upphafi hernáms nema rúmlega 1,2 milljónum manns. Þetta eru tvöfaldar þær tölur, sem áður voru notaðar af læknaritinu Lancet og John Hopkins háskólanum. Hernámið hefur breytt Írak í helvíti. Harðstjórn Saddam Hussein var barnaleikur í samanburði við Bandaríkin. Í raun er landið meira eða minna stjórnlaust. En formlega stjórnar bandaríski herinn landinu með aðstoð kvislings, Nouri Al Maliki. Ábyrgðin er Bandaríkjanna, sem hernámu landið fyrir fimm árum.