Eftir að hafa ráfað um nakið og kafloðið í milljón ár í aldingarðinum Eden varð mannkynið nokkrun veginn hárlaust fyrir nokkrum tugum þúsunda ára og fór að klæðast fötum. Þá voru um 14.000 manns til á jörðinni. Nicholas Wade segir í New York Times frá rannsóknum, sem hafa leitt þetta í ljós, en hafa ekki getað skýrt, hvers vegna forfeður okkar misstu hárið.