Króatískir málaliðar Louis 14. Frakkakonungs kynntu hálsbindi fyrir Frökkum. Frá Versölum breiddust þau síðan út um allan heim. Héldust í tízku í meira en hálfa fjórðu öld. Lögðust niður upp úr síðustu aldamótum. Vesturlönd losnuðu loksins úr hengingaról Króata, bókstaflega. Ég á safn af hálsbindum, sem ég nota aldrei. Enn sé ég pólitíkusa með hálsbindi, en almenningur er hættur að nota þau. Enda þarf fólk ekki lengur að þurrka sér með taudúk, þegar pappír er orðinn alls ráðandi í hreinlætinu. París stjórnaði svo mjög tízkunni, að afskekktir Grænlendingar miðalda notuðu nýjustu Parísarhúfur.