Miðuðu byssum á Ísland

Punktar

IceSave samningarnir eru marklausir. Gilda ekki samkvæmt Evrópurétti. Eru einhliða kúgun af hálfu sigurvegara í peningastríði, þrefalt verri en Versalasamningarnir 1919. Bretland og Holland beittu fyrir sig Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Þær glæpahneigðu stofnanir settu Íslandi stólinn fyrir dyrnar. Kalt og ákveðið miðuðu þær byssum á Ísland. Svo einfalt var það. Gegn ofbeldishótun þeirra mátti Ísland sín einskis. Niðurstaðan líkist skilyrðislausri uppgjöf sigraðs ríkis við styrjaldarlok. Hefur ekkert lagalegt gildi í Evrópu. Þar að auki auðvitað alveg siðlaus.