Flest lón eru miðlunarlón, svo sem Þórisvatn og Hálslón. Tilgangurinn er að miðla vatni í virkjanir, jafna rennslið yfir árið. Vatnsborð miðlunarlóna er því breytilegt. Milli hæstu og lægstu stöðu árs er eyðimörk, sem fýkur í þurrki. Landsvirkjun reynir að hamla gegn því með því að úða vatni á strönd Hálslóns. Með engum árangri. Þessi lón hafa afar skaðleg áhrif á gróður í næsta nágrenni og í sumum tilvikum langar leiðir. Tungnaárlón fyrirhugaðrar Bjallavirkjunar er miðlunarlón, sem mun skaða hastarlega viðkvæman gróður Veiðivatna og Fjallabaks. Miðlunarlón eru ekki Garda-vötn, heldur skaðræði.
