Þjóðverjar eru farnir að kasta Microsoft úr tölvum sínum. Borgarstjórn München er að skipta 14.000 tölvum úr Windows yfir í opna stýrikerfið Linux frá Finnlandi, þótt Microsoft hafi sent Steve Ballmer forstjóra til München með boð um gífurlega verðlækkun. Þýzka innanríkisráðuneytið hefur farið sömu leið, svo og Neðra-Saxland, sem á 11.000 tölvur. Búizt er við, að fleiri þýzk lönd fylgi senn í kjölfarið. Otto Schily innanríkisráðherra segir þetta gert til að auka rekstraröryggi og forðast viðskipti við einokunaraðila. Frá þessu segir John Naughton í Observer.