Microsoft borgar ekki

Punktar

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað Microsoft um 280 milljón evrur til viðbótar 500 milljón evra fyrri sekt. Einnig hefur hún ákveðið að beita 3 milljón evru dagsektum á hverjum degi frá 31. júlí, meðan Microsoft fer ekki eftir fyrirmælum um opnun forrita. Fyrirtækið hefur kært þetta eins og aðra úrskurði stofnana og dómstóla á vegum sambandsins. Skondnast við þetta er, að hingað til hefur Microsoft komist upp með að borga ekkert. Það hefur heri lögfræðinga við að tefja málið og vinna tíma. Stríðið hefur staðið í átta ár án nokkurs árangurs.