Michelin í lagi

Punktar

Rauðu Michelin-leiðsögubækurnar um hótel og matsali hafa reynzt mér vel um ár og áratugi í útlöndum. Að vísu verð ég að hafa í huga, að rauðu bækurnar hafa einkum dálæti á hefðbundinni matreiðslu frá Frakklandi, þeirri sem kennd er í kokkaskólanum hér á landi. Sú matreiðsla er of flókin og klassísk fyrir minn smekk. Ég hef ítalska og japanska matreiðslu og einkum ameríska í meiri metum en Michelin gerir. Þá hefur orðið frægt, að gamalfínir staðir detta ekki niður í Michelin, þótt gæðin hrapi. Með því að hafa þetta í huga má vel nota Michelin eins og hvern annan gagnrýnanda.