Sænskir og rússneskir fræðimenn hafa fundið metangasleka úr íshafinu upp í gufuhvolfið. Lekinn kemur út strompum á hafsbotni. Þegar hafísinn hverfur og stöðvar ekki lengur lekann, fer hann í andrúmsloftið. Er vitahringur, meiri leki veldur meiri hita, sem bræðir meiri ís, sem veldur meiri leka. Metangas er tuttugu sinnum öflugra hitunartæki en koldíoxíð. Brezka blaðið Independent vitnar í tölvupóst frá Orjan Gustafsson leiðangursstjóra, þar sem þetta kemur fram. Blaðið segir fræðimenn óttast, að loftslagsbreytingar af mannavöldum verði mun hraðari en hingað til hefur verið talið.
