Menningararfurinn er grískur

Punktar

Sumir sagnfræðingar tala um kristinn-gyðinglegan menningararf. Vísa þar til þess, að gamla testamenti gyðinga hangir framan við biblíuna. Ég held hins vegar, að menningararfur okkar sé grísk-kristinn. Samsuðan byrjaði hjá Páli postula. Arfur okkar er annars vegar frá Grikkjum og Rómverjum og hins vegar frá Nýja testamentinu. Á vegferð menningarinnar til nútímans hafa orðið þrjár mikilvægar breytingar, sem draga úr vægi kristninnar. Í fyrsta lagi endurreisnin. Í öðru lagi siðaskiptin. Í þriðja lagi bylting borgara. Menning vestræns nútíma hvílir núna meira á grískum grunni en kristnum.