Meiri mannréttindi

Punktar

Nokkur ríki mannréttindabrota féllu í kosningum til nýs Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Enn fleiri voru ekki í framboði. Af 47 ríkjum, sem náðu kosningu, voru stórlega brotleg aðeins Azerbadsjan, Kína, Kúba, Pakistan, Rússland og Sádi-Arabía. Það er mikil framför frá fyrri tíð, þegar Súdan, Líbía og Simbabve voru í ráðinu. Reglum um framboð hefur verið breytt þannig, að þyngra er fyrir brotleg ríki að bjóða sig fram. Ráðið er engan veginn orðið fullkomið, en er þó mun skárra en fyrra ráðið, sem var hreinn skrípaleikur, Sameinuðu þjóðunum til sárrar skammar.