Meiðyrði á vefnum

Punktar

Háskólakennari í Bretlandi hefur verið dæmdur fyrir meiðyrði, sem féllu í umræðu á veraldarvefnum. Hin hægri sinnaða Tracy Williams taldi sig vera örugga undir dulnefni, þegar hún kallaði Michael Keith-Smith nazista og fífl með skít í höfðinu, konu hans hóru og svo framvegis. Þetta var kært, hulunni var svipt af ofstækiskonunni og hún réttilega dæmd. Þessi dómur mun hafa fordæmisgildi. Menn munu byrja að kæra gróft orðbragð felufólks á veraldarvefnum, fá það dregið fram í dagsbirtuna undir fullu nafni og dæmt til refsingar fyrir sóðaskapinn.