Meðvitundarlaus bankastjóri

Punktar

Birna Einarsdóttir bankastjóri keypti eða keypti ekki hlutafé í Glitni fyrir 190 milljónir króna. Án þess að borga krónu. Í tæpt ár var hún svo áhugalaus um eignina, að hún vissi ekki, hvort hún ætti hana. Það var ekki fyrr en hún ætlaði að rétta upp hönd á aðalfundi Glitnis. Þá kom í ljós, að hún var ekki skráður hluthafi. Flestir hefðu sýnt meiri áhuga á framvindu 190 milljón króna eignar. Það er skrítinn bankastjóri, sem er svona meðvitundarlaus um peninga. Ég er viss um, að slíkur getur ekki passað upp á heilan banka.