Meðvitaður samdráttur

Punktar

Minnkaður lestur dagblaða í Bandaríkjunum stafar einkum af ásettu ráði útgefenda. Auglýsendur eru hættir að vilja ná til sem flestra og vilja heldur ná til sem auðugastra. Ekki borgar sig að auglýsa í eintökum, sem fara til fátækrahverfa. Það stendur ekki undir pappír og dreifingu. Þess vegna eru bandarísk blöð hver um annað þvert að skera niður dreifingu til óheppilegra staða. Frægt er, að Rupert Murdoch kvartaði yfir að tízkubúðin Bloomingdale auglýsti í New York Times, en ekki í hans alþýðlega New York Post. Forstjórinn svaraði um hæl: “Lesendur þínir eru hnuplarar okkar.”