Meðtekið af fortíð

Punktar

Morgunblaðið er meðtekið af fortíð sinni og tengslum hennar við sögu þjóðarinnar. Blaðið hefur ekki náð sér eftir nóbel Hannesar, afsakið Halldórs Laxness. Blaðið er enn að velta vöngum yfir, hvort Gunnar Gunnarsson hefði ekki átt að fá nóbel, til dæmis með Halldóri Laxness. Einkum reynir blaðið að velta upp þeim fleti, að nokkrir rætnir Íslendingar hafi rekið áróður fyrir því, að Halldór yrði tekinn fram yfir Gunnar. Meðal þess, sem sérfræðingur blaðsins telur Gunnari til ágætis, er, að Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson mundu heldur hafa kosið þá útkomu. Allt er þetta lítt áhugavert.