Þótt við höfum margir skrafað sumt af viti í hálft þriðja ár frá hruni, ber Silfur Egils af. Ekki endilega vegna skoðana Egils Helgasonar sjálfs. Heldur vegna hins fjölbreytta hóps, sem hann leiðir fram á sjónarsviðið. Þjóðin sér þetta fólk hafa samanlagt mun meira vit á þjóðmálum en þeir, sem ota sér þar fram. Auðvitað kemur í ljós, að höfuðábyrgð ber Sjálfstæðisflokkurinn, menn hans og stefna hans. Stuttbuxnadeild Flokksins er sanntrúaðri á ruglið en venjulegir flokksmenn. Hún er með Egil á heilanum vegna fólks í Silfri, sem hefur komið upp um Flokkinn. Sjúkir fjölmiðlar eru líka með hann á heilanum.