Með bókhaldið í ólagi

Punktar

Löngu fyrir áramót sendi ég Ríkisskattstjóra tölvubréf með uppgjöri mínu af kostnaði við framboð til stjórnlagaþings. Þar kom fram, að hann var enginn. Ekki var ég virtur svars. Í vikunni fékk ég svo hótunar-tölvubréf hans um, að ég kæmist ekki á lista yfir skilamenn, nema ég skilaði uppgjörinu. Sendi tölvubréf í gær til svars, endurtók uppgjörið og óskaði eftir staðfestingu á móttöku þessa síðara bréfs. Mér hefur auðvitað ekki borizt nein staðfesting. Ríkisskattstjóri vinnur eins og bankamaður. Sendir hótunarbréf út og suður, tekur ekki mark á svörum og ítrekar hótunarbréfin. Með bókhaldið í ólagi.