Íslenzkir kjánar kjósa áfram sinn flokk eins og ekkert hafi í skorizt. Pólitískt gjaldþrot Sjálfstæðisflokksins hefur takmörkuð áhrif á fylgið. Flokkurinn hefur núna nærri þriðjungs fylgi. Að vísu eru þar hagsmunamenn í bland, en kjánar eru þó þorrinn. Komið hefur í ljós, að flokksgreifinn einkavæddi banka án regluverks og eftirlits. Að hann er gereyðingarvopn og að formaðurinn er orðinn strandkapteinn. Samt er fylgið nærri þriðjungur. Kjánar standa vörð um brennuvarga sína. Ljóst er, að enginn verður látinn axla ábyrgð í næstu kosningum. Máttur heimskunnar er öllu yfirsterkari.