Markmið takmörkuð við Kabúl

Punktar

Bandaríski herinn hyggst fjölga um 20.000 manns í Afganistan á nýju ári. Samt ætlar hann ekki að færa sig upp á skaftið. Mest af viðbótinni verður við höfuðborgina Kabúl. Það sýnir, hversu erfitt hernámið er orðið. Hefur varla tök á miðborginni. Sum úthverfi eru á valdi talíbana á nóttunni. Hætta er á, að Kabúl tapist og þá er ekkert eftir. Þess vegna vill bandaríski herinn leggja áherzlu á að verja höfuðborgina. Viðbótinni er ekki ætlað að verja birgðaleiðina frá Peshawar í Pakistan. Þar sprengdu talíbanar 90 flutningabíla Bandaríkjanna í gær, fleytifulla af hergögnum.