Markleysi skekur markaði

Punktar

Tveir íslenzkir hagfræðingar fullyrða, að fyrirtæki í lánshæfismati séu marklaus, því hlutabréf þeirra hafi lækkað. Um leið féllu vísitölur markaða í Bandaríkjunum, því Standard & Poor lækkaði lánshæfi ríkisins niður í óstöðugar horfur. Þannig er tekið mark á matsfyrirtækjum vestan hafs, þótt Ólafur Ísleifsson og Ólafur Arnarson geri það ekki. Þeir nafnar töldu óþarft að fara til New York til að sannfæra fyrirtækin um gott lánshæfi Íslands. Seint mundi ég fylgja hagfræði þeirra nafna, er fréttir stinga í stúf við fullyrðingar þeirra. Hún fer í skjalabunka með titlinum: Hagfræði er bull.