Viðskiptavinir Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands eru stórfyrirtæki og samtök slíkra. Þau fylgja hagfræði frálshyggjunnar og panta álit í samræmi við það. Hagfræðistofnunin ungar út álitum og viðvörunum, sem falla í þetta kram. Þegar við sjáum pappíra af slíku tagi, skulum við spyrja: Hver pantaði álitið, hver borgar brúsann. Þá fáum við að vita, að pappírarnir eru marklausir. Þannig eru meint vísindi stunduð um allan hinn vestræna heim, en einkum þó í Bandaríkjunum. Því er ekki nokkur ástæða til að hlusta á efnahagsleg varnaðarorð forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.