Héraðsdómur hefur úrskurðað, að Landsbankinn beri enga ábyrgð á að hafa gabbað öryrkja til að kaupa hlutabréf í deCode, rétt áður en verð þeirra hrundi. Þá var ég stundum í sjónvarpsviðtölum hjá ríkinu og man eftir kaffi með kornungu bankafólki, sem var vikulega fengið í ríkissjónvarpið til að keppa um að gefa ráð um, hvaða hlutabréf fólk ætti að kaupa og hvaða bréf það ætti að selja. Þá héldu menn, að ungt bankafólk kynni galdra til að gera alla ríka. Auðvitað fóru ráðin út um þúfur. Gott er að fá nú að vita, að unga bankafólkið var og er marklaust og bankarnir án ábyrgðar.