Forstjóri Straums-Burðaráss er dæmi um græðgisvæddan bankastjóra. Þóttist í gær biðjast afsökunar á bankanum, en vildi ekki ræða málið frekar. Óttar Pálsson er með hirð af almannatenglum, blaðurfulltrúum, ímyndarfræðingum og spunakörlum. Þeir semja fyrir hann loðna afsökunarbeiðni, sem segir ekkert, vekur bara upp spurningar. Gat ekki svarað spurningu um ofurlaun sín. Nema fjórum milljónum króna á mánuði fyrir að keyra bankann í þrot. Höfundar hrunsins mæta hver af öðrum á opinberan vettvang til að afsaka sig milt og pent og kenna öðrum um hrunið. Einkum þeim, sem nú moka skítinn eftir þá.