Margir mínusar verða stór plús

Punktar

Hagfræði er svo léleg fræði, að fjölmiðlar og bloggarar geta daglega fundið hagspár við sitt hæfi. Þetta hefur einkum hentað andstæðingum Evrópuaðildar. Þeir segja nánast daglega frá falli evrunnar. Samt hefur evran ekkert fallið miðað við dollar í langan tíma. Hún er raunar mun verðmeiri en hann. Sífellt heyrum við fréttir af væntanlegu hruni evrunnar vegna greiðsluvanda banka á Írlandi og Spáni. Hið rétta er, að evran verður áfram sterk í samanburði við dollar. En vestrænar myntir síga sameiginlega gagnvart ýmsum Asíumyntum og einkum þó gagnvart gulli. Hefur ekkert með meint vandamál evrunnar að gera.