Margir hvísla í eyra Geirs

Punktar

Forstjórar, sem þurfa að reka fyrirtæki, auglýsa Evrópu á heilsíðum. Þeir eru ekki einir um hituna. Sanntrúaðir Hólmsteinar fjær atvinnulífinu eru líka í baklandinu. Slíkir telja stjórnina ekki eiga að stunda reddingar. Heldur láta sjálfvirkan markaðinn um að lækna sárin. Þeir trúa á Friedmann og Hayek og segja Geir Haarde að þumbast. Hingað kom líka ráðgjafi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem frægastur er fyrir að gera Rússland gjaldþrota með ráðgjöf. Fulltrúinn kvartaði yfir Íbúðalánasjóði, sem ynni gegn sjálfvirkum lögmálum markaðarins. Geir er of hallur undir ofsatrúarmenn af slíku tagi.