Margir eru útundan

Punktar

Þegar íslenzkar greiningardeildir eru farnar að endurspegla erlendar haglýsingar, er ljóst, að nýfrjálshyggja er að heyja sitt dauðastríð. Greiningardeild Arion hefur áttað sig á, að ýmsir hópar hafa misst af góðæri ferðaþjónustu. Útundan eru ekki bara hluti gamlingja og stærri hluti öryrkja og sjúklinga. Fjölmennastur útundan hópa er ungt fólk á trompuðum íbúðamarkaði. Það býr við skertan kaupmátt og enn skertari eignastöðu. Mismunur er því að aukast í þjóðfélaginu hér sem og í Bandaríkjunum og Evrópu. Eins og ég hef margsinnis bent á að undanförnu. Aukin sjálfvirkni mun fljótt leiða til atvinnumissis. Kominn er tími á nýtt hagkerfi.