Margir dagar á forsíðunni

Punktar

Grein Eiríks Bergmanns Einarssonar er enn á forsíðu guardian.co.uk. Hefur verið þar marga daga í röð vegna stöðugrar þáttöku lesenda í umræðum um hana. Fyrirsögnin á forsíðunni er: “Við vorum svikin af Bretum og erum reið“. Þessi grein hefur ein og sér gert málstað Íslands meira gagn en samanlagður spuni íslenzkra stjórnvalda. Hún er þarna í skjóli dagblaðsins Guardian, sem er eitt bezta dæmi heimsins um mikilvægi prentfrelsis.